11.000 milljarða samningur við Sádi-Araba

Bandarísk stjórnvöld hafa gert varnar- og vopnasamning við Sádi-Araba upp á 110 milljarða Bandaríkjadala eða sem nemur 11.000 milljörðum íslenskra króna. Greint var frá þessu í dag á fyrsta degi opinberrar heimsóknar Donald Trump Bandaríkjaforseta til Sádi-Arabíu.

Að sögn fulltrúa Hvíta hússins snýr samningurinn að „verndarbúnaði“ og herþjónustu og á að styðja við varnir Sádi-Araba til lengri tíma litið „í ljósi ógnana frá Íran“.

Þá mun samningurinn einnig gera Sádi-Aröbum það auðveldara að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Trump og utanríkisráðherrann Rex Tillerson munu undirrita samningana á næstunni að sögn fulltrúa Hvíta hússins.

Trump tekur í höndina á Salman bin Abdulaziz al-Saud, konungi …
Trump tekur í höndina á Salman bin Abdulaziz al-Saud, konungi Sádi-Arabíu í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert