Comey mun bera vitni

James Comey.
James Comey. AFP

James Comey, sem Donald Trump rak úr starfi sem for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI í síðustu viku, hefur samþykkt að bera vitni á opnum fundi leyniþjónustunnar. 

Efni fundarins eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. 

„Ég vona að vitnisburður Comey muni hjálpa til við að svara einhverjum þeirra spurninga sem hafa vaknað eftir að hann var skyndilega rekinn,“ kom fram í yfirlýsingu frá demókratanum Mark Warner.

„Comey þjónaði landinu vel og á skilið að fá tækifæri til að segja sína hlið. Bandaríska þjóðin á skilið að heyra hans hlið,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu Warner.

Ekki er búið að ákveða dagsetningu fyrir opna fundinn en talið er að hann verði 29. maí. 

Fyrr í kvöld greindi Washingon Post frá því að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins væri meðal þeirra sem rannsókn á tengslum fylgismanna Donalds Trumps við Rússa beinist að. Ekki kemur fram í fréttinni um hvern ræðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert