Viðbúnaðarstigið lækkað í Bretlandi

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Bretlandi hefði verið lækkað en það var hækkað upp í hámarksviðbúnað í kjölfar hryðjuverksins í Manchester á mánudagkvöldið. Viðbúnaðarstigið nú gerir ráð fyrir alvarlegu ástandi en ekki grafalvarlegu. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Fram kemur í tilkynningu May að aðgerðir bresku lögreglunnar, ekki síst undanfarinn sólarhring, hafi leitt til þess að ellefu manns væru í haldi vegna árásarinnar. Í ljósi þeirrar þróunar mála hafi verið tekin ákvörðun í morgun um að lækka viðbúnaðarstigið. Ekki kemur fram í fréttinni hvort hermenn verði áfram á götum úti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert