Tvær rannsóknir á eftirtekt stjórnvalda

Breska leyniþjónustan MI5 hefur sett af stað tvær úttektir á því hvernig sú hætta, sem stafaði af hryðjuverkamanninum Salman Abedi áður en hann sprengdi sig og tugi aðra til bana í Manchester á mánudagskvöld, fór fram hjá eftirlitsstofnunum.

Komið hefur í ljós að yfirvöldum var ítrekað tilkynnt að hugur Abedi stæði til hryðjuverka.

Breska dagblaðið Guardian greinir nú frá því að rannsókn á þessu hafi hafist í síðustu viku og að henni sé ætlað að koma auga á augljósa galla í kerfinu. Hin rannsóknin, sem nú er hafin til viðbótar, fari þá nánar ofan í kjöl málsins.

Innanríkisráðherrann Amber Rudd neitaði í dag að fullyrða nokkuð um hvort yfirvöld hefðu farið á mis við tækifæri til að finna út áform Abedi fyrir árás hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert