Mikil öryggisgæsla á One Love Manchester

Take That syngur fyrir fullu húsi á Old Trafford.
Take That syngur fyrir fullu húsi á Old Trafford. Ljósmynd/Skjáskot

Mikil öryggisgæsla er við tónleika sem haldnir eru til styrktar fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar á Manchester Arena í síðasta mánuði.  Tónleikarnir hófust nú klukkan sex og fara fram fyrir fullu húsi.

Ákveðið var fresta ekki tónleikunum, sem hófust nú klukkan sex að íslenskum tíma, þrátt fyrir árásina í London í gærkvöldi, þar sem þrír árásarmenn urðu sjö að bana og særðu 48, þar af 21 alvarlega.

Scooter Braun, umboðsmaður söngkonunnar Ariönu Grande, sagði nú enn meiri ástæðu til að halda One Love Manchester tónleikana. Grande var nýfarinn af sviði á Manchester Arena þegar Salman Abedi sprengdi sig í loft upp og varð 22 að bana og særði tugi.

Meðal þeirra sem fram koma ásamt Grande eru Coldplay, Justin Bieber, Katy Perry, Miley Cyrus, Take That, Usher, Pharrell og Black Eyed Peas.

Það voru Take That sem réðu á vaðið, þegar tónleikarnir sem eru haldnir á Old Traffic fyrir fullu húsi hófust nú fyrir skemmstu.

Tónleikarnir eru sýndir í beinni útsendingum á fjölda miðla, m.a. á vef RÚV.

Old Traffic tekur um 50.000 manns og voru 14.000 miðar fráteknir fyrir þá aðdáendur Grande sem voru á tónleikunum á Manchester Arena.

Tónleikagestir koma að Old Trafford.
Tónleikagestir koma að Old Trafford. AFP

Garry Shewan, lögreglustjóri Manchester, minnti almenning á að hryðjuverkaógnin í Bretlandi væri enn metinn „veruleg“ sem þýddi að miklar lýkur væru taldar á annarri árás.

Grande tísti á Twitter nokkru eftir að fréttir bárust af árásinni í London í gærkvöldi að hún „biði fyrir London.“ Áður hafði söngkonan heimsótt aðdáendur sem slösuðust á tónleikunum í Manchester á sjúkrahúsi.

Old Trafford tekur 50.000 manns og voru 14.000 miðar teknir …
Old Trafford tekur 50.000 manns og voru 14.000 miðar teknir frá fyrir gesti á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Arena. Ljósmynd/Skjáskot
Tónleikagestur fær að prufa hjálm lögreglumanns á Old Trafford.
Tónleikagestur fær að prufa hjálm lögreglumanns á Old Trafford. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert