Það sem við vitum um árásirnar í London

Nokkrir eru sagðir hafa látist í hryðjuverkaárásum sem voru gerðar í kvöld í London, höfuðborg Bretlands. Önnur við London-brú og hin við Borough-markaðinn í miðborg Lundúna um klukkan 22 að staðartíma (um 21 að íslenskum tíma). Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en þriggja manna er leitað. Talið er að þeir séu vopnaðir. Um 20 hafa verið fluttir á sex sjúkrahús.

Fjölmennt lið lögreglu leitar nú að þremur mönnum. Talið er …
Fjölmennt lið lögreglu leitar nú að þremur mönnum. Talið er að þeir séu vopnaðir. AFP

Vitað er að sendibifreið var ekið hratt á hóp fólks við brúna og að árásarmenn hafi ráðist á almenna borgara með hnifum. Búið er að loka lestarstöðinni vil London-brú og brúin sjálf verður lokuð í nótt. Annað atvik, sem átti sér stað í Vauxhall, tengist ekki þessum atburðum.

Fjölmennt lögreglulið er að störfum í borginni og er viðbúnaður og öryggisgæsla mikil, að því er fram kemur á vef BBC.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur ekki fengið nein­ar til­kynn­ing­ar um að Íslend­ing­ar hafi verið á London-brúnni í kvöld þegar sendiferðabíll keyrði inn í hóp af fólki. Utanríkisráðuneytið hvetur fólk til að halda sig frá svæðinu og láta aðstandendur vita af sér. Til að mynda með texta­skila­boðum eða í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

Hér er hægt að horfa á beina útsendingu Sky News

Sprengingar hafa heyrst við London-brú en yfirvöld segja að þær séu á vegum sprengjusérfræðinga lögreglunnar.

Sjónarvottur hefur sagt að árásarmennirnir sem réðust á fólk með hnífum hafi hlaupið og stungið alla sem þeir sáu. Fjölmenni var við Borough-markaðinn en þar er finna margar krár og veitingstaði sem njóta vinsælda meðal borgarbúa og annarra gesta.

Aðeins er rétt tæpur hálfur mánaður síðan 22 voru myrtir og 116 særðust þegar árásarmaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í borginni Manchester. Þann 22. mars var létu sex lífið og að minnsta kosti 50 særðust í árás sem var gerð skammt frá breska þinghúsinu. Árásarmaðurinn var á meðal þeirra sem létust. Árásin í London í kvöld er því þriðja hryðjuverkaárásin sem er gerð í Bretlandi frá því í mars.

AFP

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum í London.

Aðgerðir eru enn í fullum gangi og auk lögreglu er fjölmennt sjúkralið á ferð í borginni. 

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til fundar í fyrramálið með öryggisráði bresku ríkisstjórnarinnar, sem nefnist Cobra. Þingkosningar munu fara fram í Bretlandi eftir aðeins fjóra daga.

Kort af miðborg Lundúna sem sýnir var árásirnar voru gerðar.
Kort af miðborg Lundúna sem sýnir var árásirnar voru gerðar. Kort/Skjáskot Washington Post

Lögreglan hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri þeim svæðum þar sem árásirnar voru gerðar. Þá hefur hún beðið fólk um að dreifa hvorki ljósmyndum né myndskeiðum sem sýna árásirnar.

Samfélagsmiðillinn Facebook hefur virkjað svokallað "safety check" sem þýðir að íbúar í borginni geti látið vini og vandamenn vita ef þeir eru óhultir. 

AFP
AFP
Margir voru að skemmta sér í London í kvöld þegar …
Margir voru að skemmta sér í London í kvöld þegar árásin var gerð. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert