Trump gagnrýnir borgarstjóra Lundúna

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnir borgarstjóra Lundúna harðlega á Twitter. Trump þykja viðbrögð borgarstjórans, Sadiq Khan, við árásunum í London í gærkvöldi ekki nógu hörð.

„Við verðum að hætta að reyna að sýna pólitíska rétthugsun og verðum að vernda fólkið okkar. Annars versnar þetta bara,“ skrifaði Trump á Twitter:

„Í það minnsta sjö létu lífið og 48 slösuðust í hryðjuverkaárás og borgarstjóri Lundúna segir að það sé „engin ástæða til að vera óttasleginn,““ skrifaði Trump skömmu síðar:

mbl.is

Bloggað um fréttina