Minntust fórnarlamba árásarinnar

Fjöldi fólks tók þátt í minningarathöfninni við Potters Field í …
Fjöldi fólks tók þátt í minningarathöfninni við Potters Field í dag. AFP

Borgaryfirvöld í London efndu nú í kvöld til minningarstundar í Potters Field-garðinum til minningar um fórnarlömb árásarinnar við London Bridge og Borough-markaðinn á laugardagskvöldið.

Fjöldi manns kom saman í Potters Field og segir Guardian andrúmsloftið á minningarstundinni hafa verið dapurlegt. Marga hafi skort orð til að lýsa tilfinningum sínum en fólk hafi lýst vilja til samstöðu og að sýna öðrum kærleik.

Hópur Dawoodi Bohra-múslima leggur blóm til minningar um fórnarlömbin.
Hópur Dawoodi Bohra-múslima leggur blóm til minningar um fórnarlömbin. AFP

Sadiq Khan, borgarstjóri London, var meðal þeirra sem fluttu tölu við athöfnina og sagði hann London og íbúa borgarinnar standa keik geng þessari hugleysislegu árás. „Ég vil senda skýr skilaboð til þeirra sjúku og illu öfgamanna sem frömdu þessa hryllilegu glæpi. Við munum hafa betur. Þið munið ekki vinna,“ sagði Khan og vék því næst að trú sinni.

„Sem stoltur og þjóðrækinn breskur múslimi þá segi ég þetta: Þið fremjið ekki þessa viðbjóðslegu glæpi í mínu nafni. Afbökuð hugmyndafræði ykkar hefur ekkert með raunveruleg gildi íslam að gera og ykkur mun aldrei takast að sundra borg okkar,“ sagði hann og uppskar lófaklapp viðstaddra fyrir orð sín.

Margir komu með blóm og lögðu í Potters Field-garðinn til …
Margir komu með blóm og lögðu í Potters Field-garðinn til minningar um fórnarlömbin. AFP

Eftir mínútuþögn héldu margir að fánastöngum ráðhússins og lögðu þar blómvendi til minningar um fórnarlömbin.

Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, tóku …
Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, tóku þátt í minningarathöfninni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert