Söndug auðn þar sem áður var lón

Yfirvöld í Höfðaborg hafa beint þeim tilmælum til íbúa að takmarka sturtur við tvær mínútur og sturta aðeins niður þegar það er „algjörlega nauðsynlegt.“ Ástæðan er versti þurrkur sem borgarbúar hafa upplifað í 100 ár en yfirvöld hafa lýst yfir hamfaraástandi í héraðinu.

Í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Höfðaborg stendur Theewaterskloof-stíflan, aðalvatnslind borgarinnar. Í dag er hún söndug eyðimörk og steinrunnir aldingarðar sem hurfu undir vatn á 8. áratug síðustu aldar blasa við.

Þar sem siglingaklúbbur svæðisins var starfræktur liggja ónotaðar landfestar þar sem seglbátar möruðu áður í höfninni. Dráttarbrautin endar nú í um 30 metra fjarlægð frá vatnsyfirborðinu.

„Ég hef unnið hér í 20 ár og aldrei séð svona lítið í lóninu,“ segir Lisa Wheeler, starfsmaður siglingaklúbbsins.

Fyrir íbúa Höfðaborgar hafa þurrkarnir leitt til aukinna takmarkana á vatnsnotkun; fyrr á þessu ári var bannað að busla í almenningssundlaugum en í dag er algjörlega bannað að láta renna í sundlaugar borgarinnar. Þá hefur fólki verið bannað að vökva garðana sína.

Uppistöðulón Theewaterskloof-stíflunnar er sandauðn.
Uppistöðulón Theewaterskloof-stíflunnar er sandauðn. AFP

Samkvæmt nýjustu reglum yfirvalda má hver íbúi aðeins nota 100 lítra af vatni á dag. Vatnið má auk þess aðeins nota til drykkjar, í matargerð eða „nauðsynlegra þrifa.“

Í síðustu viku greindi líkamsræktarstöðvakeðjan Virgin Active frá því að öllum gufuklefum í héraðinu yrði lokað.

„Það besta sem við getum gert til að mæta þurrkunum er að stjórna eftirspurninni, sem er það sem við erum að gera,“ sagði Xanthea Limberg, yfirmaður vatnsveitumála, í samtali við AFP.

Engin einföld svör

Fyrr á þessu ári birtu borgaryfirvöld lista yfir þá sem höfðu brotið hvað gróflegast gegn boðum og bönnum í vatnsskortinum. Viðkomandi aðilar verða sektaðir, og í sumum tilvikum, dregnir fyrir dómstóla.

Embættismenn hafa hins vegar sjálfir mætt gagnrýni fyrir að að grípa ekki fyrr til ráðstafana og fyrir að hafa hunsað viðvaranir sérfræðinga síðastliðin ár.

Landfestarnar liggja þar sem seglbátar flutu áður.
Landfestarnar liggja þar sem seglbátar flutu áður. AFP

Sumir borgarbúa hafa tekið upp á því að sækja sér vatn úr náttúrulegri lind fyrir utan brugghús í borginni. Margir eru sannfærðir um að vegna þess hve lítið er í uppistöðulóninu hafi gæði átappaðs vatns minnkað.

„Þetta er eina drekkanlega vatnið sem ég get komið höndum yfir,“ sagði einn íbúa við AFP en borgaryfirvöld segja aðeins um orðróm að ræða.

Loftslagsvísindamaðurinn Peter Johnston, sem starfar við Höfðaborgarháskóla, segir vandann langvarandi. Þrjár árstíðir hafi komið og farið með litlu regnfalli, sem sé eitthvað sem gerist á 100 ára fresti.

Miklar sumarrigningar hafa bjargað stórum svæðum í suðurhluta Afríku frá þurrkum vegna El Nino. En í Höfðaborg rignir helst á veturna og vísindamenn segja ómögulegt að tryggja góða rignignartíð.

„Jafnvel þótt við fáum virkilega blautan vetur þá mun aðeins hækka í lóninu sem nemur 40-50%,“ segir Johnston. „Þó að við fáum reglulega góða rigningu þá verðum við samt í sömu stöðu á sama tíma á næsta ári. Það er það sem er ógnvekjandi.“

Lisa Wheeler sýnir hvert vatnið náði áður.
Lisa Wheeler sýnir hvert vatnið náði áður. AFP

Mörg loftslagslíkön benda til þess að hitastig muni hækka og þurrkar versna umhverfis Höfðaborg. „Þetta þýðir að jafnvel þótt ástandið verði óbreytt hvað varðar íbúafjölda og vatnsnotkun, þá gerir langtímaútlitið ráð fyrir að minna vatn falli af himnum,“ segir Johnston.

Þetta þýðir að Höfðaborg þarf að leita nýrra vatnsuppspretta.

Til skemmri tíma litið þurfa borgaryfirvöld að horfa til þess að endurnýta úrgangsvatn og bora niður á vatnsæðar undir Borðfjallinu. Þá horfa þau til þess að byggja tvö vatnsvinnsluver til að afsalta saltvatn.

„Takmarkanir verða veruleikinn um ófyrirsjáanlega framtíð,“ sagði Limberg.

Íbúar ná sér í vatn úr náttúrulegri lind við brugghús ...
Íbúar ná sér í vatn úr náttúrulegri lind við brugghús í borginni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...