Erdogan kemur Katar til varnar

Erdogan við ræðuhöld í Ankara.
Erdogan við ræðuhöld í Ankara. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur komið Katar til varnar og segist munu styrkja tengsl landanna tveggja í kjölfar þeirra efnahagsþvingana sem Sádi-Arabía og fleiri lönd hafa ákveðið að beita Persaflóaríkið.

„Okkur finnst þvinganirnar gegn Katar ekki góðar,“ sagði Erdogan í ræðu í höfuðborginni Ankara nú í kvöld.

„Tyrkland mun halda áfram að styrkja samband sitt við Katar, eins og við gerum við alla okkar vini sem stutt hafa við bakið á okkur í erfiðum kringumstæðum,“ bætti Erdogan við og vísaði þar til misheppnaðrar valdaránstilraunar sem gerð var í landinu á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert