Handtekin aftur fyrir að keyra

Konur mega ekki keyra í Sádi-Arabíu.
Konur mega ekki keyra í Sádi-Arabíu. AFP

Sádiarabíski kvenréttindasinninn Loujain al-Hathloul var handtekin aftur á sunnudaginn síðastliðinn og verður í haldi í 73 daga fyrir að virða ekki lög í landinu sem banna konum að keyra.

Hún var fyrst handtekin árið 2014 fyrir að keyra bíl í Sádi-Arabíu, sem er eina landið í heimi sem bannar konum að keyra. Stjórnvöld hafa ekki gefið út hvers vegna hún var handtekin 4. júní síðastliðinn. BBC greinir frá. 

Loujain al-Hathloul var handtekin á flugvellinum í Dammam, að sögn mannréttindastamtakanna Amnesty International. Þau fullyrða að hún hafi hvorki fengið að hitta fjölskyldu sína né lögfræðing. 

Á fimmtudaginn verður hún yfirheyrð í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert