„Þetta er fyrir Sýrland“

Lögregla girti af svæðið í kringum Notre Dame-dómkirkjuna.
Lögregla girti af svæðið í kringum Notre Dame-dómkirkjuna. AFP

Maðurinn sem réðst á lögreglumann með hamri við Notre Dame-dóm­kirkj­una í Par­ís nú síðdeg­is öskraði „þetta er fyrir Sýrland“ samkvæmt innanríkisráðherra Frakklands.

Athugað er hvort árásin tengist hryðjuverkum en maðurinn var skotinn eftir að hafa ráðist að lögreglumanninum.

Lögregluþjónninn hlaut minni háttar meiðsli en hinn grunaði árásarmaður slasaðist þegar hann var skotinn í brjóstkassann.

Árásarmaðurinn var með hnífa á sér og auðkenniskort frá alsírskum námsmanni, samkvæmt franska innanríkisráðherranum, Gérard Collomb. Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins en hann er á sjúkrahúsi.

Notre Dame er á meðal vin­sæl­ustu ferðamannastaða Par­ís­ar og fjöldi ferðamanna leitaði skjóls. Myndir á samfélagsmiðlum sýna ferðamenn halda uppi höndum en talið er að það hafi verið skipun frá lögreglu.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert