Vísa fregnum um innbrot á bug

Þyrlur í æfingaflugi yfir Kreml í Rússlandi.
Þyrlur í æfingaflugi yfir Kreml í Rússlandi. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa vísað fregnum á bug um að tölvuhakkarar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar hafi reynt að brjótast inn í kosningakerfin sem voru notuð í bandarísku forsetakosningunum í fyrra.

„Fyrir utan þessar fregnir, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, höfum við ekki séð neinar upplýsingar eða heyrt nein rök sem styðja við bakið á þessum upplýsingum,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda í Kreml.

„Við vísum harðlega á bug þeim möguleika að þetta hafi getað gerst,“ sagði hann.

Talið er að skýrslu Þjóðaröryggistofnunar Bandaríkjanna hafi verið lekið rúmum mánuði eftir að hún var skrifuð.

Í skýrsl­unni er lýst aðgerð sem teng­ist náið leyniþjón­ustu rúss­neska hers­ins (GRU) sem beind­ist gegn banda­rísk­um einka­fyr­ir­tækj­um og fólst hún í því að reyna að kom­ast yfir upp­lýs­ing­ar um hug- og vél­búnað kjör­kerf­is­ins í kosningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert