Sköllóttir menn ekki óhultir

Sköllóttir karlmenn geta verið í hættu í Mósambík.
Sköllóttir karlmenn geta verið í hættu í Mósambík. AFP

Lögreglan í Mósambík hefur varað sköllótta menn við því að þeir geti verið myrtir. Nýverið voru þrír sköllóttir menn myrtir í landinu, þeir aflimaðir og líkamshlutar og innyfli þeirra hirt og notuð í trúarathafnir. Í Mósambík er útbreidd sú þjóðtrú að inni í höfði sköllóttra karlmanna sé að finna gull. BBC greinir frá. 

Tveir mósambískir karlmenn um tvítugt hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðunum. Þeir voru handteknir í Milange á svipuðum slóðum og morðin voru framin.

„Það er útbreidd þjóðtrú að inni í höfði sköllóttra karlmanna sé gull,“ sagði Afonso Dias, lögreglustjóri í Mósambík. Líffæri karlmannanna voru einnig fjarlægð og þau notuð í trúarlegum tilgangi. Talið er að þau muni auka auð þeirra sem notast við þau. Þeir sem eru sagðir kaupa slíkan varning búa í Afríkuríkjunum Tansaníu og Malaví.  

Á þessu landsvæði eru albínóar einnig myrtir af trúarlegum ástæðum en þeir eru taldir búa yfir töframætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert