Comey óttaðist að Trump myndi ljúga

Comey segist hafa vitað að sá dagur rynni upp að ...
Comey segist hafa vitað að sá dagur rynni upp að hann þyrfti að verja sig. AFP

James Comey, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, situr nú fyrir svörum rannsóknarnefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna vegna samskipta sinna við Donald Trump Bandaríkjaforseta, í aðdraganda þess að hinn síðarnefndi rak þann fyrrnefnda úr starfi í byrjun maí.

Í vitnisburði Comey, sem var lekið á netið í gær, kom meðal annars fram að Trump hefði krafist hollustu af hans hálfu og beðið hann um að falla frá rannsókn á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaöryggisráðgjafa, við ráðmenn í Rússlandi, í tveggja manna kvöldverðarboði þann 14. febrúar síðastliðinn. Comey  þóttu samskiptin óþægileg og ákvað að skrifa minnispunkta um hvað fór fram á milli hans og forsetans.

„Í hreinskilni sagt þá óttaðist ég að forsetinn myndi ljúga til það sem fór fram á fundum okkar, þess vegna taldi ég mikilvægt að skrá samtöl okkar niður,“ segir Comey í svari sínu við fyrirspurn rannsóknarnefndarinnar hvers vegna hann hafi skrifað minnisblöð eftir fundi sína með forsetanum. Það var samspil nokkurra þátta sem fengu mig til að óttast um þetta, meðal annars um hvað samtölin snérust, aðstæðurnar og einstaklingurinn sem ég var að tala við,“ segir Comey, og heldur áfram:

„Ég vissi að sá dagur rynni upp að þyrfti að eiga gögn yfir það sem gerst hafði, ekki bara til að verja sjálfan mig, heldur líka FBI.“

Comey ber samskipti sín við Trump svo saman við samskiptin við fyrri forseta. „Ég átti takmörkuð samskipti við Barack Obama þegar hann gegndi starfi starfi forseta. Ég talaði aðeins við hann tvisvar í síma á þremur árum og ég skráði samtölin ekki niður. Ég átti einn fund með George W. Bush, maður á mann, á sínum tíma, en fann ekki fyrir þörf til að skrá hann niður heldur.“

Comey situr fyrir svörum rannsóknarnefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings.
Comey situr fyrir svörum rannsóknarnefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings. AFP

Comey segist jafnframt hafa fundið fyrir pressu af hálfu forsetans að gefa honum eitthvað í staðinn fyrir jákvæð orð í hans garð, en Trump hafði ítrekað sagt að hann vildi að Comey gegndi starfi sínu áfram og að hann hlakkaði til að vinna með honum. Skömmu síðar var Comey látinn taka pokann sinn, enda varð hann ekki við óskum forsetans og gat ekki lýst yfir skilyrðislausri hollustu.

Hér er hægt að fylgjast með fundinum í beinni:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/9, 1/...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...