Virðist lítt spennt fyrir samstarfi við DUP

Ruth Davidson, leiðtogi skoskra íhaldsmanna.
Ruth Davidson, leiðtogi skoskra íhaldsmanna. AFP

Leiðtogi skoskra íhaldsmanna, Ruth Davidson, virðist lítt spennt fyrir samstarfi Íhaldsflokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP) á Norður-Írlandi ef marka má færslu sem hún setti inn á samfélagsmiðilinn Twitter í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, tilkynnti um fyrirhugað samstarf flokkanna.

Færsla Davidsons hafði að geyma tengil á ræðu sem hún flutti um réttindabaráttu samkynhneigðra í Belfast höfuðstað Norður-Írlands á síðasta ári. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn er mjög íhaldssamur þegar kemur að málefnum samkynhneigðra en Davidson er samkynhneigð. Unnusta hennar, Jen Wilson, er írsk og hefur beitt sér í réttindabaráttu samkynhneigðra á Írlandi.

Þessi staða gæti gert erfiðar aðstæður May enn erfiðari. Samstarfinu við Lýðræðissinnaða sambandsflokkinn er ætlað að tryggja fyrirhugaðri minnihlutastjórn Íhaldsflokksins þingmeirihluta. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fékk 10 þingmenn í þingkosningunum í gær en Íhaldsflokkurinn 318. Til að ná þingmeirihluta þarf að lágmarki 326 þingmenn.

Íhaldsflokkurinn missti þingmeirihluta sinn í kosningunum en sigur skoskra íhaldsmanna varð þess valdandi að ósigur flokksins varð ekki enn verri. Þar hafa íhaldsmenn núna 13 þingmenn en höfðu aðeins einn áður. Spurð um afstöðu sína til samstarfsins við Lýðræðislega sambandsflokkinn svaraði Davidson því einu til að hún styddi það að ný ríkisstjórn legði fram stefnu sína þegar þingið kæmi saman síðar í mánuðinum.

Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

mbl.is
Vordagar
...
Vordagar
...
Armbönd
...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...