Höfundur ananaspizzunnar er látinn

Skiptar skoðanir eru á Hawain pizzu. Sumir elska hana, aðrir …
Skiptar skoðanir eru á Hawain pizzu. Sumir elska hana, aðrir hata. Wikipedia

Hinn kanadíski, Sam Panopoulos, sem fyrst setti ananas á pizzu og er höfundur svokallaðrar Hawaiian pizzu, lést á fimmtudag, 83 ára að aldri.

Það er óhætt að segja að Panopoulos hafi tekist að rugla fólk í ríminu og og jafnvel misbjóða sumum með þessari samsetningu tveggja hráefna á pizzu, ananas og skinku. Fólk annað hvort elskar anans á pizzu eða hatar.

Þess er einmitt skemmst að minnast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti Ísland á hliðina og komst svo heimsfréttirnar, eftir að hann lýsti því yfir í heimsókn til skólakrakka, að hann væri í grundvallaratriðum á móti því að setja ananas á pizzu, og gekk Reynar svo langt að leggja til að það yrði bannað. Fréttavefur BBC rifjar upp þetta uppþot í fréttinni af andláti Panopoulos.

Skildi ekki andúð Guðna forseta

Þegar fréttir af neikvæðri skoðun Guðna á ananaspizzu skóku heimsbyggðina á fyrr á þessu ári, var leitað viðbragða hjá Panopoulos, sem sagðist einfaldlega ekki skilja þessa andstöðu forsetans við ananas, enda gæfi hann pizzunni einstaklinga frískandi bragð.

Panopoulos flutti ungir frá Grikklandi til Kanada þar sem hann …
Panopoulos flutti ungir frá Grikklandi til Kanada þar sem hann gerði allt vitlaust með ananas. Skjáskot BBC

Panopoulos flutti frá Grikklandi til Kanada aðeins tvítugur að aldri og kom þar á fót nokkrum veitingahúsum sem nutu mikilla vinsælda. Það var einmitt á einu þessara veitingahúsa, árið 1962, þar sem hann og bróðir hans fengu þá hugmynd að setja niðursoðinn ananas á pizzu.

Fyrr á þessu ári lýsti Panopoulos því í samtali við BBC hvernig hugmyndin fæddist. „Við settum ananasinn bara á pizzuna í gríni, til að kanna hvernig hún myndi bragðast. Við vorum ungir og duglegir að gera allskonar tilraunir.“

Það fór svo að langflestir viðskiptavinir þeirra elskuðu þetta safaríka og sæta bragð sem ananasinn gaf, og þá var ekki aftur snúið, Hawaiianpizzan var fædd og komin til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert