Tæplega þúsund handteknir

Mótmælendur handteknir í Rússlandi.
Mótmælendur handteknir í Rússlandi. AFP

Tæplega þúsund manns voru handteknir í mótmælum í Rússlandi sem beinast gegn spill­ingu í land­inu. Að minnsta kosti 600 voru handteknir í Moskvu, höfuðborg Rússalands, og 300 í mótmælum í Pétursborg, að sögn mannréttindasamtakanna OVD-Info

Áður en mótmælin áttu að fara fram var forsprakki þeirra, rúss­neski stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Al­ex­ei Navalny, handtekinn á heimili sínu og settur í stofufangelsi. Navalny hef­ur verið orðaður við for­setafram­boð gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta. Einnig var aðgerðasinn­inn Daniil Ken hand­tek­inn á heimili sínu. 

Þrátt fyrir handtökurnar voru mótmælin fjölmenn og létu stuðningsmenn Navalny þetta ekki á sig fá. Mótmælt var víðs vegar um landið. Samkvæmt sumum fréttamiðlum hótuðu yfirvöld að háskólanemum brottrekstri ef þeir tækju þátt í mótmælunum.  

Rússneska lögreglan telur að um fimm þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Moskvu.  

Að sögn sjónarvotta gekk lögreglan um og handtók fólk af handahófi. 

Mótmælin voru fjölmenn.
Mótmælin voru fjölmenn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert