Fimm kenningar um eldsupptök

Slökkviliðsmenn á vettvangi við Grenfell-turninn í morgun.
Slökkviliðsmenn á vettvangi við Grenfell-turninn í morgun. AFP

Milli 400 og 600 manns bjuggu í Grenfell-turninum í Vestur-London. Hann var byggður árið 1974 og í honum voru 120 íbúðir. Að minnsta kosti sex eru látnir og um sjötíu slasaðir eftir eldsvoðann í byggingunni í nótt. Um tuttugu eru sagðir í lífshættu. Enn er barist við að ráða niðurlögum eldsins.

Eldurinn kviknaði rétt fyrir kl 1 í nótt að staðartíma, um miðnætti að íslenskum. Það tók slökkviliðið sex mínútur að komast á staðinn. Að sögn sjónarvotta virðist sem eldurinn hafi kviknað á fjórðu hæð hússins. Hann breiddist hratt út og á augabragði var húsið alelda, allt frá 2. hæð til þeirrar efstu.

Fjörutíu slökkviliðsbílar hafa tekið þátt í slökkvistarfinu og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna.

En hvað olli eldsvoðanum?

Enn hefur ekkert verið staðfest um eldsupptök. Íbúar í húsinu höfðu í nokkur ár lýst yfir áhyggjum af brunavörnum og höfðu varað við stórslysi, kæmi eldur upp. Aðgerðarhópur sem íbúarnir stofnuðu báru fram athugasemdir en á þær var ekki hlusta að sögn talsmanna hans. Hópurinn segir að aðeins einn inngangur (og útgangur) hafi verið á Grenfell-turninum á meðan endurbótum á húsinu stóð yfir. Hópurinn hafði einnig spurst yfir um neyðaráætlanir kæmi eldur upp. „Við töluðum fyrir daufum eyrum og við spáðum því að svona harmleikur væri óumflýjanlegur. Það væri aðeins spurning um hvenær,“ stendur í færslu aðgerðahópsins sem birt var í dag.

Breska dagblaðið Telegraph hefur tekið saman lista yfir þær fimm kenningar sem settar hafa verið fram um eldsupptökin:

1. Gassprenging. Íbúar segja að nýverið hafi verið unnið að endurbótum á gaskerfi hússins og inn í allar íbúðir þess.

2. Bilaður ísskápur. Vitni segjast hafa heyrt einn íbúa lýsa því yfir að bilaður ísskápur hafi orðið til þess að eldurinn kom upp.

3. Bilaðar raflagnir. Eitt af því sem aðgerðarhópur íbúa í húsinu hafði bent á voru bilaðar raflagnir. Íbúarnir segja að litlu hafi mátt muna að illa færi fyrir fjórum árum er rafmagni hússins sló út af þessum sökum. 

4. Utanhúsklæðingin. Grenfell-turninn var nýverið klæddur að utan. Klæðningin er m.a. úr sinki. Sérfræðingar hafa í dag sagt að þessi klæðning gæti útskýrt hraða útbreiðslu eldsins um allt húsið.

5. Skortur á brunavörnum. Ekki voru nægilega margir útgangar á byggingunni. Þá hefur komið fram í máli þingmanna Verkamannaflokksins að hvatt hafi verið til þess að bæta úr sjálfvirkum slökkvikerfum í fjölbýlishúsum en að slíkt hafi ekki enn komist í framkvæmd.

Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á öllum þeim sem bjuggu í húsinu og margra er saknað. Mikið öngþveiti skapaðist á vettvangi og því ljóst að einhverjir hafi orðið viðskila er út var komið. Óttast er að fólk hafi brunnið inni, m.a. á efstu hæðum hússins.

Hamid AliJafari, segir að faðir sinn, AliYawarJafari, hafi ekki sést síðan í nótt. Hann hafi verið ásamt konu sinni og systur í lyftu í húsinu er hún stöðvaðist og fylltist af reyk. Þá var lyftan stödd á 10. hæð hússins. Hann fór út úr lyftunni og sagðist eiga erfitt með að anda. Þá lokuðust dyr lyftunnar og hún fór alla leið niður á jarðhæðina. Þar komust konurnar tvær út.  
mbl

Sjónarvottar segjast hafa heyrt örvæntingarfull hróp íbúa sem fastir voru inni í íbúðum sínum. Þá hafi fólk reynt að binda saman sængurföt til að komast út um gluggana. Fólk sem er á vettvangi segir að mikil lykt af brunnu plasti liggi yfir. Það er talið geta tengst klæðingu hússins.

Þar sem turninn var byggður árið 1974 þurfti að gera endurbætur á honum til að uppfylla nýjar byggingareglugerðir. Sú vinna var hafin. 

Í júlí árið 2009 létust sex og tuttugu slösuðust er eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Camberwell í suðausturhluta Lundúna. 

Í maí árið 1968 létust fjórir og sautján slösuðust er fjölbýlishús sem kallaðist Ronan Point, hrundi í kjölfar gassprengingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...