Scalise enn í lífshættu

Lögreglan á vettvangi árásarinnar í dag.
Lögreglan á vettvangi árásarinnar í dag. AFP

Ástand þingmannsins Steve Scalise, eins þeirra fimm sem voru skotin í dag á hafnaboltaæfingu skammt  frá Washington, er enn alvarlegt  eftir aðgerð sem hann gekkst undir.

„Scalise var alvarlega særður og hann er enn í lífshættu,“ sagði í yfirlýsingu frá Medstar Washington-sjúkrahúsinu á Twitter.

Ástand annarra sem lentu í árásinni er gott, samkvæmt yfirlýsingu. 

Fyrr í dag var ástand Scalise sagt vera stöðugt og að hann hefði talað við eiginkonu sína í síma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert