Þingmaðurinn lifir árásina af

Steve Scalise leiðir Repúblikanaflokkinn á bandaríska þinginu.
Steve Scalise leiðir Repúblikanaflokkinn á bandaríska þinginu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að þingmaðurinn Stephen Scalise sé illa særður en að hann muni ná fullum bata. Þetta skrifaði forsetinn á Twitter stuttu eftir skotárásina sem átti sér stað í morgun á hafnaboltaæfingu þingmanna í Alexandríu í Virginíuríki.

Scalise var skotinn í mjöðmina en hann er flokksvörður (e. Maj­o­rity whip) fyr­ir Re­públi­kana­flokk­inn og hef­ur setið á þingi frá ár­inu 2008. Lögreglan hefur gefið út að fimm séu særðir en talið er af þeim séu tveir lögreglumenn.

25 þingmenn og öldungadeildarmenn voru á hafnaboltaæfingunni, að sögn þingmannsins Jeff Flake. Flake sagði að um 50 skotum hefði verið hleypt af og að skotmaðurinn væri hvítur karlmaður með dökkt hár, líklega í á fimmtugs- eða sextugsaldri. Hann hefði verið klæddur í gallabuxur og bláan bol. 

Frá vettvangi árásarinnar í dag.
Frá vettvangi árásarinnar í dag. AFP
Árásin var gerð í borginni Alexandria í Virginíu.
Árásin var gerð í borginni Alexandria í Virginíu. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...