Hindraði Trump framgang réttvísinnar?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Rannsókn er hafin á því hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við ásakanir um tengsl náinna samstarfsmanna hans við stjórnvöld í Rússlandi. Bandaríska dagblaðið Washington Post greinir frá þessu.

Fram kemur í frétt AFP að umfjöllun dagblaðsins sé byggð á upplýsingum frá ónafngreindum bandarískum embættismanni. Þar segir ennfremur að háttsettir leyniþjónustumenn hafi samþykkt að ræða við fulltrúa sérstaks saksóknara í málinu, Roberts Mueller. Mueller er fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Rannsóknin snýr að meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Rannsóknin bendist að Trump í kjölfar ákvörðunar hans um að reka James Comey á dögunum úr embætti forstjóra FBI. Comey segir ástæðuna rannsókn alríkislögreglunnar á málinu.

Fullyrt hefur verið að Trump sé með til skoðunar að reka Mueller líka.

Robert Mueller.
Robert Mueller. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert