Hetja heiðruð í London

Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. AFP

Elísabet Englandsdrottning hefur heiðrað breska lögreglumanninn sem var drepinn fyrir framan þinghús landsins í hryðjuverkaárásinni í mars.

Auk hans voru heiðruð Bítillinn Paul McCartney, rithöfundurinn J.K.Rowling og leikkonan Olivia de Havilland.

Keith Palmer, 48 ára eiginmaður og faðir, var stunginn til bana þegar hann reyndi að stöðva vígamanninn Khalid Masood eftir að hann hafði ekið yfir hóp fólks á Westminster-brúnni. Hann hlaut George-medalíuna fyrir hugrekki.

„Keith brást við þennan dag án þess að hugsa um eigið öryggi. Hann vildi einfaldlega sinna skyldu sinni. Hann greiddi hæsta verðið sem mögulegt er fyrir ósérhlífni sína,“ sagði Cressida Dick, lögreglustjóri í London, við athöfnina.

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran var einnig meðal þeirra sem voru heiðraðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert