Maður handtekinn við breska þingið

AFP

Karlmaður var handtekinn fyrir utan þinghúsið í London, höfuðborg Bretlands, í morgun en talið er að hann hafi verið með hníf meðferðis. Fjöldi lögreglumanna kom á vettvang og hliðunum að þinghúsinu var lokað í kjölfarið og girðingum komið upp við það.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Guardian að maður í grárri hettupeysu hefði verið tekinn höndum. Sjónarvottar segja að rafbyssa hafi verið notuð á manninn en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir manninn vera á fertugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert