Rennandi vatn bjargaði fjölskyldu

Kona krýpur við stað þar sem kertum til minningar um ...
Kona krýpur við stað þar sem kertum til minningar um fórnarlömb eldsvoðans í Grenfell-turninum hefur verið komið fyrir. AFP

Natasha Elcock varð innlyksa í íbúð sinni í Grenfell-turninum ásamt kærasta sínum og sex ára gamalli dóttur er eldurinn kviknaði aðfaranótt miðvikudags. Fjölskyldunni var sagt að halda kyrru fyrir íbúðinni. Elcock skrúfaði frá vatnskrönunum á baðherberginu til að koma í veg fyrir að reykur fyllti heimilið. „Baðherbergið var á floti. Þannig hélst íbúðin full af raka. Það gæti hafa bjargað lífi okkar.“

Fjölskyldan var innlyksa í 90 mínútur. Þá var hringt og þeim sagt að koma sér út. „Við reyndum að komast út um útidyrnar en hurðinn var of heit.“ Hún segir að þau hafi þá ákveðið að fara inn í það herbergi sem þau töldu öruggast. 

„Hurðin svignaði í hitanum og gluggarnir kraumuðu og sprungu. Þetta var skelfilegt.“

Elcock segir í samtali við Daily Star að hún hafi hringt um 100 sinnum á hjálp. Í eitt skiptið var símtalið hennar flutt yfir í símaver í Glasgow. 

Að lokum komu slökkviliðsmenn til þeirra og aðstoðuðu þau við að komast út úr logandi byggingunni. Fjölskyldan var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk meðferð vegna reykeitrunar.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...