„Við krefjumst réttlætis“

Fólk er reitt og krefst þess að lögregla gefi frekari …
Fólk er reitt og krefst þess að lögregla gefi frekari upplýsingar. AFP

Hundruð Lundúnabúa mótmæla nú hástöfum við bæjarskrifstofur í Kensintgon í London og krefjast réttlætis fyrir íbúa í Grenfall turninum sem varð eldi að bráð á miðvikudagskvöld. Hópurinn hefur reynt að komast inn í bygginguna en öryggisverðir hafa hindrað inngöngu.

„Við krefjumst réttlætis!“

„Skammist ykkar!“

„Morðingjar!“

Er meðal þess sem mótmælendur hrópa og hafa nokkrir lent í ryskingum við öryggisverði í anddyri byggingarinnar. Mótmælendur halda á handmáluðum skiltum og útprentuðum myndum af ættingjum og vinum sem enn er saknað og óttast að séu látnir.

Lögreglan hefur staðfest að 30 hafi látist í brunanum en búist er við að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar. Íbúar í hverfinu hafa sakað lögregluna um að leyna raunverlegum fjölda látinna.

„Ég á vini sem bjuggu í turninum og lögreglan segir okkur ekki neitt. Við fáum engar upplýsingar um ástvini okkar,“ segir Salwa Buamani í samtali við AFP fréttastofuna. „Við erum ekki hér til að skapa vandræði, við viljum bara svör,“ sagði Buamani jafnframt, en hún mætti með þriggja ára frænku sína á mótmælin.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert