May hittir eftirlifendur

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fram að þessu einungis talað …
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fram að þessu einungis talað við slökkviliðsmenn og lögreglu eftir eldsvoðann. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun hitta eftirlifendur eldsvoðans, í Gren­fell-háhýsinu, í Downingstræti 10 í dag. May hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín vegna eldsvoðans eða öllu heldur skort á viðbrögðum. Alls hafa 30 látist í brunanum og fjölmargra er saknað.  

„Forsætisráðherrann hitti í morgun ríkisstjórnina til að tryggja að allt sem í hennar valdi stæði yrði gert til að styðja við þá sem lifðu af eldsvoðann. Eftir það mun hún hitta eftirlifendur, sjálfboðaliða og fulltrúa ýmissa samtaka á svæðinu,“ sagði talsmaður hennar. 

May fékk óblíðar mót­tök­ur þegar hún heim­sótti svæðið í Kens­ingt­on í vest­ur­hluta Lund­úna í gær. Hróp og köll voru gerð að henni og hún meðal annars kölluð „bleyða“. Daginn áður heimsótti hún svæðið og var umkringd lögreglumönnum og ávarpaði ekki fólkið sem var á svæðinu. 

Í sjónvarpsviðtali vék hún sér undan spurningu fréttamanns um hvort hún hefði ekki lesið rétt í aðstæður þegar hún fór á vettvang. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert