Segja að 180 vígamenn hafi fallið

Þessi mynd sýnir eyðileggingu hverfis í borginni Raqa í Sýrlandi …
Þessi mynd sýnir eyðileggingu hverfis í borginni Raqa í Sýrlandi eftir að sýrlenski herinn náði völdum yfir hverfinu. AFP

Rússnesk yfirvöld segja að um 180 liðsmenn Ríkis íslams hafi fallið í loftárásum landsins í Sýrlandi, þar á meðal tveir hershöfðingjar.

„Vegna loftárása 6. og 8. júní á skotmörk þar sem Ríki íslams hefur dvalið, féllu hershöfðingjarnir Abu Omar al-Belgiki og Abu Yasin al-Masri,“ sagði í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússa.

Árásirnar voru gerðar í Deir Ezzor, héraði sem Ríki íslams hefur að mestu ráðið yfir.

Í yfirlýsingunni sagði að um 180 vígamenn hafi fallið og að 16 farartæki hermanna hafi verið eyðilögð, ásamt vopnageymslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert