Flokkur Macron vann stórsigur

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Nýr miðjuflokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vann stórsigur í seinni umferð frönsku þingkosninganna. Samkvæmt útgönguspám hlýtur flokkurinn og bandamenn flokksins á bilinu 355 til 425 sæti á franska þinginu af 577. 

Þetta eru hins vegar færri sæti en fram hafði komið í skoðanakönnunum í síðustu viku, en þá hafði verið spáð að kosningabandalagið myndi hljóta um 470 sæti. Þetta er hins vegar stórsigur og ljóst að staða Macron er afar sterk og hann nýtur stuðnings til að koma stefnumálum sínum til framkvæmda. 

Athygli hefur vakið að hve dræm kosningaþátttakan var, en hún var minni en árið 2012.

Flokkur Macrons, Lýðveldishreyfingin, var aðeins stofnaður fyrir einu ári. Helmingur frambjóðenda flokksins er með litla eða enga pólitíska reynslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert