Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, á kjörstað í Le Touquet í …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, á kjörstað í Le Touquet í norðurhluta Frakklands í morgun. AFP

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Frakklandi vegna síðari umferðar þingkosninganna þar í landi. Skoðanakannanir benda til þess að mikill meirihluti muni kjósa flokk Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, Republique en Marche.

Talið er að flokkurinn og samherjar hans muni vinna 400 til 470 sæti á þinginu en 577 sæti eru í boði.

Verði það að veruleika mun sigurinn verða sá stærsti í landinu í marga áratugi. Macron, sem er hliðhollur Evrópusambandinu, myndi fá mikið rými til að koma áherslum sínum á framfæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert