Leituðu skjóls uppi á fjalli

Frá Nuuk á Grænlandi.
Frá Nuuk á Grænlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íbúum bæjarins Uummannaq var í nótt ráðlagt að færa sig hærra upp á land til að komast í skjól frá flóðbylgjunni vegna jarðskjálftans sem varð á vesturhluta Grænlands.

Grænlenska fréttasíðan Sermitsiaq hefur birt ljósmyndir af fólki uppi á fjalli þar sem það leitaði skjóls.

Einnig sjást myndir af þyrlu sem var notuð til að flytja fólk frá þorpinu Nuuugaatsiaq til Uumamanaq.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert