Merkel óskaði Macron til hamingju

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, óskaði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, innilega til hamingju með „hreinan meirihluta þingsæta“ eftir seinni umferð þingkosninganna. Nýr miðju­flokk­ur Macron vann stór­sig­ur. 

Steffen Seibert, aðstoðarmaður Merkel, greindi frá þessu. Hann sagði jafnframt að Merkel byndi vonir við áframhaldandi gott samstarf milli landanna tveggja og Evrópu. Merkel hefur áður sagt að það væri ekki eingöngu mikilvægt fyrir Frakka að flokkur Macron myndi ná þingmeirihluta heldur einnig fyrir Þýskaland. 


Í sama streng tók Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, í twitter-færslu sinni og sagði að Frakkland myndi styrkja Evrópu.

Úrslit þingkosninganna gefa fyrirheit um að Macron muni geta komið áherslumálum sínum í gegnum þingið, en þau snúa meðal annars að breyttu viðskiptaumhverfi. Þetta mun koma sér vel fyrir Þýskaland og Evrópu. 

Frá því að Macron var kosinn forseti landsins hefur hann styrkt samband landanna tveggja þrátt fyrir ólíkar áherslur þjóðanna meðal annars hvað snertir evruna.

Emmanuel Macron, foreti Frakklands, heilsar stuðningsmönnum sínum.
Emmanuel Macron, foreti Frakklands, heilsar stuðningsmönnum sínum. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...