Spánverjar syrgja nautabana

Ivan Fandino er hann var stunginn af nautinu í gær.
Ivan Fandino er hann var stunginn af nautinu í gær. AFP

Spænska konungsfjölskyldan, stjórnmálamenn og samfélag nautabana á Spáni syrgja nautabanann Ivan Fandino, sem var stunginn til bana af nauti í Frakklandi í gær.

Fréttir af dauða Fandino, sem var 36 ára, voru á forsíðu fjölda spænskra dagblaða í dag.

Á Twitter-síðu konungsfjölskyldunnar kom fram að Fandino hafi verið „frábær nautabani“, á meðan Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði tíðindin afar sorgleg. Menntamálaráðherra Spánar sagðist einnig vera sorgmæddur yfir dauða hans.

Nautabaninn Enrique Ponce vottaði Fandino, sem var þekktur fyrir hugrekki sitt, einnig virðingu sína. „Kæri Ivan „Toreazo“. Ég mun aldrei gleyma þér [...] þessir stórkostlegu eftirmiðdagar. Megi Guð taka á móti þér í öllu sínu veldi,“ skrifaði hann.

Ivan Fandino í Frakklandi í apríl síðastliðnum.
Ivan Fandino í Frakklandi í apríl síðastliðnum. AFP
AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...