Sérsveitaryfirmaður biður samkynhneigða afsökunar

Vika skrifar einlæga grein í nýjasta tölublað fagtímarits norsku lögreglunnar, ...
Vika skrifar einlæga grein í nýjasta tölublað fagtímarits norsku lögreglunnar, Politiforum. Ljósmynd/Wikipedia

Fyrsti yfirmaður sérsveitar norsku lögreglunnar, Torleiv Vika, hefur gefið út afsökunarbeiðni til samkynhneigðra þar í landi fyrir að hafa farið offari á hendur þeim á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en mök karlmanna á milli voru bönnuð með lögum í Noregi allt til ársins 1972.

Vika skrifar einlæga grein í nýjasta tölublað fagtímarits norsku lögreglunnar, Politiforum, þar sem hann segist iðrast meðal annars framkomu lögreglunnar gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á almenningssalernum og játar auk þess að gremja hafi kraumað innan lögreglunnar yfir því að í lögregluliði landsins hafi starfað samkynhneigðir menn.

Torleiv Vika er hálfgerð goðsögn í sögu norsku lögreglunnar en árið 1976 var hann valinn til að stjórna nýstofnaðri sérsveit norsku lögreglunnar, Delta-sveitinni, og það gerði hann með oddi og egg í tíu ár.

Hlupu upp hinar tröppurnar

Í skrifum sínum lýsir Vika rassíum lögreglunnar á almenningssalernum Óslóar sem mörg hver eru hönnuð líkt og „núllið“ góðkunna við Bankastræti, þannig að einar tröppur neðanjarðarsalernis lágu niður í rýmið við hvora hlið götu. „Þegar lögreglan ruddist niður aðrar tröppurnar hlupu þeir, sem héldu til á salerninu, upp hinar tröppurnar til þess að forðast að lögreglan kæmist á snoðir um hverjir þeir væru,“ rifjar Vika upp og játar enn fremur að 18. febrúar síðastliðinn, daginn sem John-Erik Vika, náfrændi hans, hafi við kirkjulega athöfn gengið að eiga lögreglumanninn Kjell-Jostein Andersson, hafi tárin tekið að streyma og samviskan nagað hann sem aldrei fyrr.

„Mikið vatn er runnið til sjávar nú, þegar birta og kærleikur kirkjunnar hefur leyst hin dimmu almenningssalerni í Grünerløkka-hverfinu og við Anker-torgið af hólmi sem vettvangur samkynhneigðra, og það eina sem ég get sagt er fyrirgefið mér, um leið og ég vitna í orð biskupsins sem annaðist vígslu frænda míns: „Kærleikurinn er hið ríkasta.““

Ingvild Endestad, formaður FRI, Samtaka um kynferðislegan margbreytileika í Noregi (Foreningen for kjønns- og seksualitetsmangfold), segir í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK afsökunarbeiðni Vika hafa mikla þýðingu fyrir samkynhneigt fólk í landinu: „Margir hafa tjáð sig um þessa afsökunarbeiðni, samkynhneigðir hafa um dagana sætt miklu misrétti og grófum ofsóknum af hálfu hins opinbera, þar á meðal lögreglunnar, og það er okkur mjög mikilvægt að hann [Vika] gangist við þessum árásum og iðrist þeirra,“ sagði Endestad.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...