Yfir 40 látnir eftir skógarelda

Slökkviliðsmaður stendur uppi á slökkviliðsbíl.
Slökkviliðsmaður stendur uppi á slökkviliðsbíl. AFP

Að minnsta kosti 43 hafa farist í miklum skógareldum í miðhluta Portúgals. Margir þeirra brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja í burtu, að sögn stjórnvalda.

Um fimm hundruð slökkviliðsmenn hafa barist við eldana og 160 faratæki hafi verið notuð en eldurinn braust út seint í gærkvöldi.

Talið er að þó nokkrir slökkviliðsmenn séu á meðal þeirra sem hafi slasast.

Slökkviliðsmaður hvílir sig við slökkviliðsbíl sinn.
Slökkviliðsmaður hvílir sig við slökkviliðsbíl sinn. AFP

Eldarnir brutust út í Pedrogao Grande en dreifðust hratt um nærliggjandi svæði.

„Því miður virðist þetta veri mesti harmleikurinn sem við höfum lent í á undanförnum árum þegar kemur að skógareldum,“ sagði Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals.

„Tala látinna gæti hækkað,“ bætti hann við.

Maður horfir yfir svæðið þar sem skógareldarnir brutust út.
Maður horfir yfir svæðið þar sem skógareldarnir brutust út. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert