Mörg vopn fundust á heimilinu

Franskir lögreglumenn við eftirlit á Champs-Elysees.
Franskir lögreglumenn við eftirlit á Champs-Elysees. AFP

Franska lögreglan hefur fundið að minnsta kosti níu vopn á heimili mannsins sem ók á lögreglubíl á breiðgötunni Champs-Elysees í París í gær.

Á heimili Adams Dzaziri, sem var 31 árs, fundust meðal annars tvær skammbyssur og Kalashnikov-árásarriffil.

Í bíl hans fundust í gær byssur og gashylki.

Maðurinn hafði verið á lista stjórnvalda yfir öfgafulla íslamista.  

Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, hefur lýst yfir óánægju sína með að Dzaziri hafi verið með byssuleyfi þrátt fyrir að vera á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn.

„Á þessu stigi hef ég upplýsingar um að hann fékk fyrsta byssuleyfi sitt áður en hann fór á listann,“ sagði Philippe.

Hann bætti við að „enginn geti verið ánægður og hvað þá ég“ yfir því að Dzaziri hafi getað átt þessi hættulegu vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert