Norðmenn smíða sjálfvirk skip til vöruflutninga

Skipið verður alsjálfvirkt og ómannað árið 2020.
Skipið verður alsjálfvirkt og ómannað árið 2020. Mynd/Yara/Kongsberg

Það kann að vera styttra í fulla sjálfvirkni og rafvæðingu skipaflotans en menn hafa gert sér grein fyrir. Fyrirtækin Yara og Kongsberg kynntu nýverið um samstarf á smíði fyrsta rafvædda og sjálfvirka skips heims. Norska áburðarfélagið Yara hyggst þannig flytja eigin framleiðsluvörur milli hafna í Noregi með alsjálfvirkum hætti. Skipið verður án útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Það leggur úr höfn á næsta ári en verður alsjálfvirkt og ómannað árið 2020. Í tilkynningu fyrirtækjanna, sem birt er á heimasíðu Kongsberg, kemur ekki fram hvað verkefnið muni kosta. 

„Yara International ASA“ er stór norskur efnaframleiðandi sem einkum er þekktur fyrir áburðarframleiðslu. Fyrirtækið, sem starfar í um 50 ríkjum, er að þriðjungi í eigu norska ríkisins.

Fyrirtækið Kongsberg Maritime AS“ er hátæknifyrirtæki á sviði skipa og er í meirihlutaeigu norska ríkisins. Það þróar meðal annars margvíslega tækni fyrir skipaiðnaðinn; staðsetningarkerfi, stjórnunarbúnað skipa og margvíslega sjálfvirkni í kaupskip.

Skipið siglir einn til tvo túra á sólarhring milli Herøya ...
Skipið siglir einn til tvo túra á sólarhring milli Herøya og Larvik, um 30 sjómílur, og Herøya og Brevik, um 7 sjómílur. Kort/Yara/Kongsberg

Skipið „Yara Birkeland“

Hið nýja skip, „Yara Birkeland“, er nefnt eftir stofnanda Yara, vísindamanninum og frumkvöðlinum Kristian Birkeland. Fyrirtækin fullyrða að nýja skipið verði fyrsta gámaflutningaskip heimsins sem sé alsjálfvirkt og keyrt sé á rafmagni, algjörlega án losunar gróðurhúsalofttegunda. Áætlað er að skipið hefji rekstur á síðari hluta ársins 2018 og flytji áburðarvörur Yara frá verksmiðjunni í Porsgrunn til Brevik og til Larvik í Suður-Noregi. Áætlað er að skipið flytji 25.000 gáma á ári. 

Skipið verður 70 metrar að lengd, 15 metrar á breidd og 12 metrar á dýpt. Flutningsgeta þess er eru 100-150 gámaeiningar (TEU). Það mun sigla á 6 hnútum en með 10 hnúta hámarkshraða. Það gengur fyrir rafhlöðum (3,5 - 4 MWh). 

„Yara Birkeland“ verður útbúið skynjaratækni myndavéla, ratsjá, AIS-skynjurum (sjálfvirkur staðsetningarbúnaður skipa), skynjurum sem nema fjarlægðir (Lidar-tækni sem notar ljósgeisla í stað útvarpsbylgja) sem og innrauðum myndavélum. Öll hleðsla og afferming á vörum Yara verður einnig sjálfvirk með rafmagnskrönum. 

Skipið mun leysa af 40.000 ferðir vöruflutningabifreiða á ári.
Skipið mun leysa af 40.000 ferðir vöruflutningabifreiða á ári. Mynd/Yara/Kongsberg

Leysir af 40.000 ferðir vöruflutningabifreiða á ári

Með smíði nýja skipsins vonast Yara til að draga úr vöruflutningum á eigin framleiðslu í Noregi með bifreiðum á landi. Skipaflutningarnir munu þannig leysa af hólmi 40.000 ferðir vöruflutningabifreiða á ári í gegnum þéttbýl svæði Suður-Noregs. Það mun auka umferðaröryggi annarra vegfarenda, minnka slit vega, draga út útstreymi gróðurhúsalofttegunda sem og hávaða og sótmengun. Skipið mun þannig draga úr losun köfnunarefnisoxíð (NOx) og koltvíoxíðs (CO2) sem kemur frá núverandi vöruflutningum Yara. Með þessu vonast stjórnendur fyrirtækjanna til að setja fordæmi fyrir flutninga á sjó sem stuðli að markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. 

Ómannað og alsjálfvirkt 2020

Fyrirtækið Kongsberg Maritime er ábyrgt fyrir þróun og afhendingu allrar megintækni hins nýja skips, þar á meðal skynjaratækni og sjálfvirkni, auk rafkerfa, rafgeyma og stýrikerfa.

Í upphafi mun Yara Birkeland vera stýrt af mönnum. Árið 2019 verður skipinu síðan fjarstýrt úr landi og árið 2020 er síðan gert ráð fyrir að skipið geti verið alveg sjálfstætt starfandi, ómannað og alsjálfvirkt.

Svein Tore Holsether, forstjóri Yara, segir fjárfestingu í skipinu falla vel að stefnu alþjóðlegs áburðarfyrirtækis sem vilji vera leiðandi í að fæða heiminn og vernda jörðina. „Við erum með fleiri en 100 vöruflutningabifreiðar knúnar af díselolíu til að flytja vörur frá Porsgrunn-verksmiðju Yara til hafna í Brevik og Larvik, þar sem við sendum síðan vörur til viðskiptavina um allan heim. Með þessu nýja sjálfvirka rafknúna skipi færum við flutninga okkar af vegum til sjávar og drögum þannig úr hávaða og ryklosun, bætum öryggi vegfarenda og drögum jafnframt úr losun köfnunarefnisoxíðs og koltvíoxíðs,“ segir Holsether.

Það er til gamans að geta að Sláturfélag Suðurlands selur áburð frá Yara. Ef til vill siglir sjálfvirka skipið hingað til Íslands á komandi árum.

Áætlað er að skipið flytji 25.000 gáma af áburði Yara ...
Áætlað er að skipið flytji 25.000 gáma af áburði Yara á ári. Mynd/Yara/Kongsberg

Hér má sjá kynningarmyndband Kongsberg um skipið:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sundföt
...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...