Árásarmaðurinn tengdist Ríki íslams

Tæknideildarmenn belgísku lögreglunnar að störfum í íbúð mannsins í inn­flytj­enda­hverf­inu …
Tæknideildarmenn belgísku lögreglunnar að störfum í íbúð mannsins í inn­flytj­enda­hverf­inu Mo­len­beek. AFP

Sprengiefni fundust á heimili mannsins sem sprengdi sprengju á aðal­braut­ar­stöðinni í Brus­sel í gær­kvöld. Belgíska lögreglan skaut manninn ­sem lést skömmu eftir spreng­ing­una. Maðurinn, sem var þekktur undir nafninu O.Z, er grunaður um tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, að sögn belgíska ríkissaksóknarans.  

„Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að hinn grunaði, O.Z., hafi búið til sprengjuna heima hjá sér,“ segir Eric Van Der Sypt saksóknari, en á heimili hans fundust efni til sprengjugerðar. Hann sagði einnig að vísbendingar bentu til tengsla hans við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. 

At­vikið er rann­sakað sem hryðju­verk en hryðjuverkasamtökin hafa ekki lýst ábyrgð á árásinni. Maðurinn var 36 ára frá Mar­okkó og bjó í inn­flytj­enda­hverf­inu Mo­len­beek.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íbúar í þessu tiltekna hverfi innflytjenda í Brussel tengjast hryðjuverkaárásum. Í hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 og í Brussel árið 2016 tengdust árásarmennirnir hverfinu.  

Lögreglan lagði halda á muni mannsins til frekari rannsóknar.
Lögreglan lagði halda á muni mannsins til frekari rannsóknar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert