Bayrou á útleið

François Bayrou, dómsmálaráðherra Frakklands.
François Bayrou, dómsmálaráðherra Frakklands. AFP

François Bayrou, dómsmálaráðherra Frakklands, hefur ákveðið að yfirgefa ríkisstjórn landsins vegna fjármálahneykslis í tengslum við flokk hans, MoDem. Bayrou er einn nánasti bandamaður Emmanuel Macron forseta.

Bayrou staðfesti þetta í samtali við AFP-fréttastofuna í morgun. „Ég hef ákveðið að verða ekki hluti af næstu ríkisstjórn,“ segir Bayrou en hann hefur boðað blaðamenn á sinn fund klukkan 15 að íslenskum tíma. 

Flokkur Bayrou, MoDem, er sakaður um að hafa notað sjóði sína á Evrópuþinginu til þess að greiða fyrir aðstoðarfólk sem starfar fyrir flokkinn í Frakklandi en ekki á Evrópuþinginu. Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, er til rannsóknar vegna sambærilega ásakana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert