Banna samkynhneigð og framhjáhald

AFP

Stjórnvöld í Kína hafa gefið út nýjar reglur fyrir efnisveitur á netinu, sem banna sýningar þátta, kvikmynda og teiknimynda þar sem samkynhneigð bregður fyrir, framhjáhaldi eða öðrum „afbrigðilegum“ kynmökum.

Samkvæmt nýju reglunum verða efnisveitur að ráða að minnsta kosti þrjá „faglega ritskoðara“ til að horfa á hvern einasta þátt eða mynd frá upphafi til enda og fjarlægja það efni sem samræmist ekki „réttum pólitískum og fagurfræðilegum viðmiðum.“

Efnisframleiðendur eru að sama skapi hvattir til að framleiða efni sem „snýst um fólkið og vegsamar sósíalísk gildi og kínverska menningu.“

Fyrir viku var þremur efnisveitum í ætt við YouTube lokað á þeim forsendum að þær hefðu ekki starfsleyfi. Um var að ræða hina gríðarlega vinsælu Sina Weibo, iFeng.com og AFCUN. Þá var tugum slúðurblogga lokað fyrr í mánuðinum þar sem þær voru sagðar höfða til „ósmekklegra hvata.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert