Íbúarnir ættu ekki að snúa til baka

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, segir ekki tímabært að íbúar Nuugaatsiaq …
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, segir ekki tímabært að íbúar Nuugaatsiaq og Illorsuit snúi aftur til síns heima. Skjáskot/KNR

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, segir óábyrgt að senda íbúa Nuugaatsiaq og Illorsuit aftur heim. Öryggismálanefnd metur það enn of hættulegt fyrir íbúana að snúa til baka.

Hætta leikur á öðru berghlaupi úr sama fjalli sem aftur gæti fallið í hafið við Nuugaatsiaq. Annað hlaup gæti haft í för með sér aðra flóðbylgju og viðbragðstími er of stuttur fyrir íbúa í þessum tveimur þorpum. Á þessum grundvelli mælir öryggismálanefnd gegn því að íbúarnir snúi aftur. Ríkisstjórn Grænlands tekur undir þau tilmæli.

Ef kæmi til annarrar flóðbylgju telur nefndin að það taki einungis um 8-9 mínútur fyrir bylgjuna að skella á Nuugaatsiaq. Einnig telur nefndin að á þeim tíma geti flóðbylgjan náð 5-10 metra hæð. Fyrir íbúa Illorsuit væri viðbragðstími um 12 mínútur.

Þar að auki er ekkert viðvörunarkerfi til staðar á svæðinu. Kerfi sem hentar í sérstökum aðstæðum á þessu svæði hefur ekki fundist.

Grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq greindi frá.

Frá þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi.
Frá þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert