Kallaði þáttastjórnendur sturlaða og heimska

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna kallaði í dag þáttastjórnandann Joe Scarborough „sturlaðan“ og samstarfskonu hans Mika Brzezinski „heimska eins og stein“ (e. dumb as rock) á Twitter. Trump hefur verið iðinn við að nýta sér Twitter til þess að harðlega gagnrýna fjölmiðla eins og CNN, NBC og MSNBC.

Brzezinski og Scarborough stjórna þættinum „Morning Joe“ á stöðinni MSNBC sem að sögn AFP hallast til vinstri. Trump gagnrýndi þáttinn harðlega á Twitter á fimmtudaginn eftir að Brzezinski lét að því liggja að forsetinn gengi ekki heill til skógar. Forsetinn reiddist og kallaði stjórnendurnar „brjálaða“ og „geðsjúka“.

Í dag hélt hann áfram og skrifaði á Twitter:

„Hinn sturlaði Joe Scarborough og hin heimska Mika eru ekki vont fólk, en lélega þættinum þeirra er stjórnað af yfirmönnum þeirra hjá NBC. Ekki gott!“

Ummæli Trump á fimmudaginn vöktu mikla gagnrýni og reiði, m.a. frá Repúblikönum.

Þá brugðust Scarborough og Brzexinski við með því að birta grein í Washington Post með fyrirsögninni „Donald Trump er ekki í lagi“ eða „Donald Trump is not well“ þar sem því var m.a. velt upp hvort að forsetinn væri hæfur í starfi.

Joe Scarborough og Mika Brzezinski.
Joe Scarborough og Mika Brzezinski. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert