Þúsundir mótmæltu í Lundúnum

AFP

Þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngu í Lundúnum í dag þar sem þess var krafist að ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, myndi segja af sér og að niðurskurði til almenningsþjónustu eins og löggæslu og heilbrigðiskerfisins yrði hætt.

Margir voru með skilti og stóð m.a. á þeim „Ekki meiri niðurskurður“, „Niðurskurður kostar líf“ og „Burt með Íhaldsflokkinn“.

Mótmælendurnir hittust fyrir utan höfuðstöðvar breska ríkisútvarpsins þar sem fram fór mínútu þögn til minningar um fórnarlömb eldsvoðans í Grenfell turninum sem kostaði 80 manns lífið.

Þaðan var gengið að þinghúsinu. Mótmælin voru skipulögð daginn eftir brunann en stjórnvöld hafa verið gagnrýnd harðlega eftir að hann átti sér stað. Er því haldið fram að hægt sé að tengja eldsvoðann við sparnað í endurgerð turnsins á síðasta ári.

Mótmælendur við þinghúsið í Lundúnum.
Mótmælendur við þinghúsið í Lundúnum. AFP
Jeremy Corbyn leiðtogi Verkalýðsflokksins var á staðnum og ávarpaði motmælendur.
Jeremy Corbyn leiðtogi Verkalýðsflokksins var á staðnum og ávarpaði motmælendur. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert