Hamon segir sig úr Sósíalistaflokknum

Hamon var forsetaframbjóðandi Sósíalista.
Hamon var forsetaframbjóðandi Sósíalista. AFP

Franski stjórnmálamaðurinn Benoit Hamon hefur sagt sig úr franska Sósíalistaflokknum og ætlar að stofna nýja hreyfingu sem á að „endurreisa vinstrið“ samkvæmt frétt AFP.

Hamon tilkynnti úrsögn sína úr flokknum í gær. „Í dag hef ég ákveðið að hætta í Sósíalistaflokknum. Ég er að hætta í flokknum en ég gefst ekki upp á hugmyndum sósíalismans,“ sagði Hamon fyrir framan 11.000 áhorfendur.

Hamon, sem er fyrrverandi menntamálaráðherra Frakklands, hlaut mörgum að óvörum tilnefningu flokksins til forsetakosninganna í landinu fyrr á árinu. Hann tapaði þó í fyrstu umferð kosninganna með aðeins 6,2% atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert