Herinn hefur náð stærstum hluta Mosúl

Íraskur hermaður í elsta hluta Mosúl í gær.
Íraskur hermaður í elsta hluta Mosúl í gær. AFP

Stærstur hluti Mosúl-borgar er nú undir yfirráðum stjórnarhersins og er nú unnið að því að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams úr írösku borginni.

Íraski herinn greindi frá  þessu í dag en rúmir átta mánuðir eru síðan að herinn hóf áhlaup sitt á borgina. Á þeim tíma hefur yfirráðasvæði Ríkis íslams minnkað úr allri borginni í aðeins nokkur hverfi í vesturhluta hennar.

Í dag greindi herinn frá því að hann hefði náð yfirráðum í Makawi-hverfinu í elsta hluta borgarinnar. Herinn hefur verið að nálgast gamla hluta borgarinnar í nokkra mánuði en aðstæður þar eru sérlega erfiðar með þröngum götum og þröngri byggð, sem og miklu fjölda almennra borgara sem búa þar.

Í gær var tilkynnt að sjúkrahús í gamla bænum væri nú undir yfirráðum hersins í fyrsta skipti í að minnsta kosti tvö ár.

Ríki íslams tók yfir stór svæði norðan og vestan við Bagdad árið 2014 en hafa nú misst stærstan hluta svæðisins til hersins. Þrátt fyrir að Mosúl sé að fara aftur undir yfirráð hersins þýðir það ekki að stríðinu gegn Ríki íslams sé lokið ensamtökin eru enn með stór yfirráðasvæði í Írak og Sýrlandi.

Borgin er illa farin eftir átök síðustu ára.
Borgin er illa farin eftir átök síðustu ára. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert