Mágur kóngsins verði lengur í fangelsi

Filippus Spánarkonungur heldur ræðu í þinghúsi landsins.
Filippus Spánarkonungur heldur ræðu í þinghúsi landsins. AFP

Spænskir saksóknarar segjast hafa óskað eftir því að sex ára fangelsisdómur, sem mágur Spánarkonungs hlaut fyrir spillingu, verði lengdur í tíu ár. Fregnir af þessu hafa endurvakið mál sem verið hefur til mikilla vandræða fyrir konungsfjölskylduna.

Mágurinn, Inaki Urdangarin, er eiginmaður Kristínu prinsessu, eldri systur Filippusar Spánarkonungs. Var hann í febrúar dæmdur í sex ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið sér milljónir evra úr stofnun nokkurri.

Saksóknarar krefjast þess hins vegar nú, frammi fyrir hæstarétti landsins, að hann verði einnig sakfelldur fyrir fjárdrátt opinbers fjár og honum gerð lengri refsing fyrir vikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert