Rændu tugum kvenna

mbl.is

Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram rændu 37 konum og skáru níu manns á háls í þorpi í suðausturhluta Níger.

Árásin átti sér stað á sunnudag skammt frá landamærunum að Nígeríu, að því er ríkisstjóri í Diffa í Níger, Laouali Mahamane Dan Dano, sagði í viðtali við nígeríska sjónvarpsstöð.

Öryggissveitir nígerísku lögreglunna hafa hafið leit að konunum. Ríkisstjórinn segir að þorpið hafi verið sérvalið til voðaverkanna þar sem íbúar þar hafi lengi veitt vígamönnunum mótspyrnu.

Hann segir að árásarmennirnir hafi komið fótgangandi á vettvang. Árásin var framin að kvöldi til. 

Diffa-ríki í Níger hefur orðið mjög illa úti í árásum Boko Haram. Margir hafa lagt á flótta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert