Minna á hernaðarmáttinn við landamæri N-Kóreu

Æfingin stóð yfir í um 10 klukkustundir.
Æfingin stóð yfir í um 10 klukkustundir. AFP

Bandarískar herþotur voru við æfingar í Suður-Kóreu í dag og flugu þær skammt frá hlutlausa svæðinu sem liggur við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Æfingarnar eru til að minna á hernaðarmátt S-Kóreu og bandarískra bandamanna þeirra í kjölfar eldflaugaskots norðurkóreskra yfirvalda í vikunni.

Tvær bandarískar herþotur, sem voru af gerðinni B-1B Lancers, flugu frá Anderson-herstöðinni í Gvam í Kyrrahafi. Þær tóku þátt í 10 klukkustunda æfingu með suðurkóreskum og japönskum herþotum. Talsmaður bandaríska flughersins segir að þarna hafi hersveitir landanna verið að bregðast við aðgerðum yfirvalda í Norður-Kóreu, sem skutu langdrægri eldflaug á loft á þriðjudag. Sú aðgerð olli miklum titringi og leiddi m.a. til þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman. 

Suðurkóreska fréttstofan Yonhap segir að sprengjuvélarnar, sem hafa mikið flugþol, hafi flogið nærri landamærunum að N-Kóreu áður en þær sneru til baka.

Herþoturnar notuðu virkar sprengjur við æfingarnar en þær vörpuðu m.a. 900 kg snjallsprengjum og notuðu geisla til að miða nákvæmlega á skotmarkið.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...