Írakar lýsa yfir sigri í Mosúl

Forsætisráðherrann við komuna til borgarinnar í dag.
Forsætisráðherrann við komuna til borgarinnar í dag. AFP

Hai­der al-Aba­di, forsætisráðherra Íraks, er kominn til Mosúl til að óska Íraksher til hamingju með sigurinn gegn liðsmönnum hins svokallaða Ríkis íslams.

Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherrans kemur fram að hann hafi verið í borginni til að lýsa yfir því að hún væri laus úr ánauð og til að lýsa yfir sigri.

Aðgerðir hers­ins, sem hef­ur notið stuðnings Banda­ríkja­hers úr lofti, hafa staðið yfir frá því 17. októ­ber í fyrra. Borgin hafði verið á valdi liðsmanns Ríkis íslams síðan um mitt ár 2014.

Rík­is­stjórn Íraks greindi frá því í janú­ar að her­inn hefði náð aust­ur­hluta Mosúl aft­ur á sitt vald í janú­ar. Erfiðara var hins veg­ar að ná vest­ur­hlut­an­um, en þar eru marg­ar þröng­ar göt­ur og erfitt að at­hafna sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert