Kólerufaraldurinn breiðist hratt út

Hreint vatn er að skornum skammti. Þessi drengur nær sér …
Hreint vatn er að skornum skammti. Þessi drengur nær sér í hreint vatn úr vatnstanki. AFP

Að minnsta kosti 300 þúsund manns hafa sýkst af kóleru á síðustu 10 vikum í Jemen. Daglega greinast um sjö þúsund ný tilfelli. Ástandið er sagt óviðráðanlegt. Þetta staðfestir alþjóðadeild Rauða krossins. BBC greinir frá.  

Yfir 1.700 manns hafa látist af völdum kóleru, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Heilbrigðiskerfið, hreinlætisaðstaða og hreint vatn er af skornum skammti og hefur verið síðustu tvö ár eftir borgarstyrjöld í landinu.  

Kólera er skæð bakt­eríu­sýk­ing sem smit­ast mjög auðveld­lega, m.a. með mat og vatni. Ein­falt er að meðhöndla sjúk­dóm­inn en í landi eins og Jemen, þar sem heil­brigðis­kerfið er í mol­um, er erfitt og oft ómögu­legt að fá lyf og lækn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert